Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Heimsmeistaramót barþjóna | Bruno og Stefán keppa fyrir Íslands hönd

Birting:

þann

Snapchat RCW.is - Heimsmeistaramót barþjóna 2015

Bruno Falcao og Stefán Ingi Guðmundsson

Nú fer fram Heimsmeistaramót barþjóna í Sofíu í Búlgaríu dagana 12. október til 15. október, keppendur eru 105 frá 57 löndum.  Ísland á tvo fulltrúa í keppninni, en það eru þeir Stefán Ingi Guðmundsson sem keppir í After dinner cocktail með drykkinn honey coco og Bruno Falcao sem keppir í Flair með drykkinn caribbean dream.

Keppt er í sex riðlum sem eru:  Before Dinner Cocktail, Sparkling Cocktail, Fancy Cocktail, Longdrink, After Dinner Cocktail, Flair Competition.

Vinningshafar hvers riðils keppa síðan til úrslita um cocktail ársins.

Bruno byrjar keppnina fyrir okkar hönd á morgun mánudag og eru beinar útsendingar frá keppninni hér sem hefst klukkan 07:00 á íslenskum tíma.  Stefán Ingi mun síðan keppa á þriðjudaginn og byrjar hans riðill klukkan 11:00 á íslenskum tíma.

Einnig er hægt að fylgjast með á facebook síðunni Reykjavík cocktail weekend og á snapchat undir RCW.is

Drykkur Stefáns – Honey coco

  • 4 cl Jim Beam
  • 1,5 cl Finest Call premium Raspberry puree Mix
  • 1 cl De Kuyper sour rhubarb
  • 2 cl De Kuyper coconut
  • 1 dash fresh lime juice

Drykkur Bruno – Caribbean Drem

  • 4 cl Havana Club 3ára
  • 3 cl De Kuyper coconut
  • 3 cl Routin 1883 passion fruit
  • 9 cl Pineapple juice

 

Myndir: skjáskot úr Snapchat RCW.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið