Vertu memm

Ágúst Valves Jóhannesson

Heikki Liekola | Sjávargrillið | Veitingarýni | F&F

Birting:

þann

Heikki Liekola - Sjávargrillið - Food & Fun 2015

Starfsfólk og gestakokkur Sjávargrillsins (efst uppi til hægri)

Það er ekki meira né minna en Matreiðslumaður ársins 2014 í Finnlandi sem eldaði á Food and fun hátíðinni á Sjávargrillinu þetta árið. Maðurinn heitir Heikki Liekola og lenti í öðru sæti í keppninni, en hann hefur starfað á þó nokkrum veitingastöðum bæði í Finnlandi og Svíþjóð og starfar hann núna sem yfirmatreiðslumaður á Olo í Helsinki.

Hann kveðst hafa haft ástríðu fyrir norrænni matreiðslu í tíu ár en segir að nú sé mögulega komið að Mexíkó og Suður Ameríku að leiða nýja tísku í matreiðslu. Það var mikil tilhlökkun að koma og smakka matinn hjá þessum mikla meistara og því góða starfsfólki á Sjávargrillinu.

Heikki Liekola - Sjávargrillið - Food & Fun 2015

Food & Fun 2015 kokteill – Sjávargrillið

Ferskur og bragðgóður kokteill.

Heikki Liekola - Sjávargrillið - Food & Fun 2015

Lystauki.
Rófa með piparrótarfroðu og rúgbrauði.

Bragðgott.

Heikki Liekola - Sjávargrillið - Food & Fun 2015

Forréttur:
Leturhumar, hvít rifsber og fennika

Humarinn létt grillaður og hvíta rifsberja sósan vel súr. Allt á hreinu.

Heikki Liekola - Sjávargrillið - Food & Fun 2015

Milliréttur:
Rófa með reyktu eggi og kjúklingaseyði

Það fór lítið fyrir reykbragðinu, kjúklingaseyðið tært og vel kryddað.

Heikki Liekola - Sjávargrillið - Food & Fun 2015

Aðalréttur:
Grillaður lambahryggvöðvi, lambatunga og steinselju bankabygg

Allt fullkomlega eldað og bankabyggið var algjört nammi. Besti réttur matseðilsins.

Heikki Liekola - Sjávargrillið - Food & Fun 2015

Eftirréttur:
Skyr með hafþyrnisberja karamellu og lakkrís múslí

Fyndin og skemmtileg framsetning. Skyrið var afgerandi en sorbetinn kom með sýru á móti.

Maturinn stóðst allar væntingar, fullt af pælingum og skemmtilegur matur. Heikki kom með flesta rétti fram, sósaði, hellti soði og útskýrði alla rétti nákvæmlega. Mjög fagleg nálgun og skemmtileg. Upplifun. Takk fyrir matinn.

 

/Ágúst Valves Jóhannesson

twitter og instagram icon

 

Ágúst Valves Jóhannesson lærði til matreiðslu á Hótel Holti og útskrifaðist 2011. Hægt er að hafa samband við Ágúst á netfangið: [email protected] ... skoða allar greinar höfundar >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið