Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Gistinóttum á hótelum fjölgaði um 35% í janúar

Birting:

þann

Icelandair hotel Vík

Gistinætur á hótelum í janúar voru 161.400 sem er 35% aukning miðað við janúar 2014. Gistinætur erlendra gesta voru 87% af heildarfjölda gistinátta í mánuðinum en þeim fjölgaði um 41% frá sama tíma í fyrra. Gistinóttum Íslendinga fjölgaði hins vegar um 3% að því er fram kemur á vef Hagstofunnar.

Flestar gistinætur á hótelum í janúar voru á höfuðborgarsvæðinu eða 127.500 sem er 31% aukning miðað við janúar 2014. Næstflestar voru gistinætur á Suðurlandi eða um 15.900. Erlendir gestir með flestar gistinætur í janúar voru; Bretar 59.700, Bandaríkjamenn með 25.500, og Þjóðverjar með 7.700 gistinætur.

59% nýting herbergja á hótelum í janúar 2015
Nýting herbergja í janúar var best á höfuðborgarsvæðinu eða um 83%. Á Suðurnesjum var herbergjanýting rúm 44%.

Athygli skal vakin á því að hér er eingöngu átt við gistinætur á hótelum sem opin eru allt árið. Til þessa flokks gististaða teljast hvorki gistiheimili né hótel sem eingöngu eru opin yfir sumartímann.

Smellið hér til að skoða þróunina síðustu ár.

 

Mynd: Sverrir

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið