Vertu memm

Frétt

Gæðabakstur tekur alfarið yfir bakstur fyrir Bæjarins Beztu Pylsur | Björnsbakarí hættir eftir tugi ára

Birting:

þann

Bæjarins Beztu Pylsur

Bæjarins Beztu Pylsur við Tryggvagötu.
Mynd: Smári Valtýr Sæbjörnsson

Björnsbakarí hefur bakað öll pylsubrauð fyrir Bæjarins Beztu Pylsur í 78 ár eða alveg frá stofnun matarvagnsins fræga.  Nú síðustu árin hefur Gæðabakstur séð um að baka pylsubrauðin um helgar og á öllum rauðum dögum, en stefna fyrirtækjana er að bjóða alltaf upp á fersk og nýbökuð brauð.

Frá og með 1. september 2015 mun Gæðabakstur baka allt fyrir Bæjarins Beztu Pylsur alla daga, allan ársins hring og verður engin breyting á hvað varðar gæði og bragði, enda hefur Gæðabakstur bakað pylsubrauð Bæjarins Beztu Pylsur í fjögur ár.

Þar með hættir Björnsbakarí eins áður segir að baka pylsubrauðin frægu eftir 78 ár.  Eigendur á Björnsbakarí á Skúlagötu hafa sett bakaríið á sölu og auglýstu meðal annars í sérblaði Fréttablaðsins Fólkið, laugardaginn 9. maí s.l.

Bæjarins Beztu Pylsur er eitt elsta fyrirtæki miðborgar Reykjavíkur og fagnaði fyrirtækið 70 ára afmæli árið 2007. Fyrirtækið hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upphafi og það má því segja að fyrirtækið sé alvöru fjölskyldufyrirtæki, en 4 ættliðir hafa starfað hjá Bæjarins Beztu Pylsur frá því árið 1937.

Bæjarins Beztu Pylsur er staðsett á sex stöðum, þ.e. Tryggvagötu á móti Kolaportinu, í Hagkaup í Smáralindinni, Hagkaup í Skeifunni, Holtagörðum, á Stjörnutorgi í Kringlunni og ferðavagninn á Eiðistorgi.

Til gamans má geta að á lista Thrilllist sem birtur var nú á dögunum yfir götumat sem bestur er í öllum heiminum er Reykjavík í 13. sæti og ber þar að þakka Bæjarins Beztu Pylsum, en þar segir meðal annars:

Iceland might not be known as a street-food mecca, but they’ve got one secret weapon that earned them a solid place on this list. It’s Bæjarins Beztu Pylsur

Endum hér með gömlum auglýsingum frá Bæjarins Beztu Pylsum:

 

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið