Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Fyrsti staðurinn af mörgum opnaður í Noregi | Munu leggja áherslu á netsölu

Birting:

þann

Birgir ásamt Ritch Allison, yfirmanni Domino's í Evrópu

Birgir ásamt Ritch Allison, yfirmanni Domino’s í Evrópu

Michael Rask og Ritch Allison klippa á borða

Michael Rask og Ritch Allison klippa á borða

Fyrsti Domino’s pítsustaðurinn í Noregi var opnaður um helgina en Domino’s keðjan í Noregi verður að miklu leyti í eigu sömu Íslendinga og reka Dominos´s á Íslandi. Fyrsti staðurinn er staðsettur í hverfinu Lören í miðri Osló sem áður var iðnaðarhverfi en hefur nýlega verið endurskipulagt sem íbúðahverfi.

Birgir Þór Bieltvedt, sem áður hefur opnað fjölmarga Domino’s staði í Danmörku, Þýskalandi og Íslandi, hefur látið þess getið í samtölum við norska fjölmiðla að fjárfestarnir að baki verkefninu ætli sér þrjú ár til að koma Domino’s í sterka markaðsstöðu í Noregi. Nokkrir staðir til viðbótar eru þegar á teikniborðinu en gert er ráð fyrir að þeir geti orðið allt að 50 talsins.

Við uppbyggingu keðjunnar í Noregi verður stuðst við margt það sem gefist hefur vel á Íslandi, en á Íslandi eru fleiri Domino’s staðir á hvern íbúa en nokkurs staðar annars staðar og mesta veltan á hvern viðskiptavin. Auk þess sem matseðilinn í Noregi dregur dám af þeim íslenska þá mun reynsla Domino’s á Íslandi af sölu í gegnum net og pöntunarapp einnig koma að góðum notum en lögð verður mikil áhersla á netsölu og heimsendingar í Noregi.

Domino´s pizza í Noregi

Domino´s pizza í Noregi

Magnús Hafliðason, rekstrar- og markaðsstjóri Domino’s á Íslandi hefur verið í Osló síðustu vikur og aðstoðað Norðmennina við opnun fyrsta staðarins.

Viðtökurnar hafa verið frábærar, það var löng röð út á götu í opnuninni um helgina og við finnum fyrir mjög jákvæðri stemningu í okkar garð. Við vorum með plötusnúð og Pali Grewal, heimsins fljótasta pítsubakara, að búa til pítsur og fólkið í hverfinu kom í stríðum straumi að kíkja á okkur

, segir Magnús.

Örtröð við opnuna í Lören

Örtröð við opnuna í Lören

Domino‘s er ein stærsta pítsukeðja í heimi með 11.000 veitingastaði á heimsvísu. Fyrirtækið er í fyrsta sæti pítsustaða sem bjóða heimsendingu í 38 löndum, þar á meðal Englandi, Indlandi, Frakklandi, Mexíkó og Ástralíu. Pantanir hjá Domino‘s fara í síauknum mæli í gegnum vefinn og fyrirtækið er í dag á meðal 5 söluhæstu fyrirtækja í heiminum í gegnum netið, ásamt m.a. Amazon og Apple.

 

Myndir: aðsendar

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið