Vertu memm

Bjarni Gunnar Kristinsson

Flottur og einfaldur réttur fyrir áramótin | Ristaðar snittubrauðsneiðar með humar

Birting:

þann

Ristaðar snittubrauðsneiðar með humarSnittubrauð og humar uppskrift sem auðvelt er að gera og hentar vel sem einn réttur á áramótamatseðlinum.  Höfundur er Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður.  Uppskrift þessi var birt í Bændablaðinu og er birt hér með góðfúslegu leyfi þeirra.

200 g humarhalar
100 g fetaostur í kryddolíu
50 g ferskt spínat
Nokkur kerfilslauf
salat að eigin vali

Skerið þunnar sneiðar af brauði (snittubrauði) og ristið í ofni undir grilli þar til brauðið er stökkt og létt brúnað.  Steikið humarinn á pönnu í olíunni af fetaostinum, kryddið með salti og pipar.

Bætið í spínati (líka er hægt að hafa spínatið sem salat).

Setjið humarinn ásamt ostinum upp á brauðið og skreytið með nokkrum laufum af kerfli.

Uppskriftin er fyrir 4.

 

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið