Vertu memm

Vín, drykkir og keppni

Ferðasaga Ása af Absolut Invite

Birting:

þann

Ég ákvað að mæta til Stokkhólms degi fyrr en keppnin hófst til að kíkja á borgina. Þessa fyrstu nótt gisti ég í gamla bænum og var búinn að heyra af nokkrum markverðum stöðum á því svæði, þá sérstaklega einum sem kallaður er Corner Club. Þótti mér sérstakega vænt um það að barþjóninn á Corner Club kannaðist við Slippbarinn.

Klukkan eitt daginn eftir hófst formlega keppnin þar sem við fórum í höfuðstöðvar Absolut í Stokkhólmi. Þar var dómnefndin kynnt fyrir okkur sem samanstóð af Jim Meehan stofnanda PDT í New York, sigurvegara keppninnar í fyrra ásamt manninum á bak við Absolut Elyx og einhver sjónvarps- og víngúrú. Fyrsti liður keppninnar var drykkurinn sjálfur, þar sem við fengum 6 mínútur til að gera og var síðan farið í annað rými þar sem dómnefndin var og kynntum við drykkinn á þremur mínútum.

Þegar allir höfðu keppt þá var farið aftur upp á hótel og fóru síðan allir saman í kvöldverð sem var haldinn á ,,secret location,, eins og allt í þessari keppni. Í fatabúð var slegið upp heljarinnar grillveislu fyrir okkur og fengum við keppendurnir 23 talsins tækifæri til þess að kynnast þarna.

Seinni daginn var farið í svokallað Absolut Race sem var einskonar þraut sem samanstóð af bæði hóp og einstaklingverkefnum t.d. blindsmakk á kokteilum, skriflegt próf á þekkingu og fleira. Þessi hluti keppnarinnar var mjög krefjandi en líka ótrúlega gaman og var sérstaklega skemmtilegt að leysa þrautir með barþjónum sem komu víðsvegar af úr heiminum.

Eftir ratleikinn fengu menn sér drykki á hótelbarnum sem var ekkert slor. Lokaathöfnin var svo í einhverskonar listahverfi í úthverfi borgarinnar þar sem var glæsilegur kvöldverður og verðlauna afhending. Sigurvegari keppninar var tilkynntur en það var Andreas Kunster sem kom frá Berlín með einhverskonar dry martini twist, alveg hrikalega gott.

Alli að útbúa sinn kokteil

Alli að útbúa sinn kokteil

Ég tel að það sé gott fyrir barþjóna að taka þátt í svona keppnum þó það sé ekki bara fyrir það að kynnast öðrum barþjónum og finna fyrir stefnum og straumum í þessum heimi. Standardinn á keppendunum að þessu sinni var mjög hár til dæmis fengu tveir af þeim símtal á meðan henni stóð um að barinn þeirra hefði verið tilnefndur sem flottasti kokteil bar í heimi.

Ási hristir sinn kokteil

Ási hristir sinn kokteil

Það var ótrúlega flott staðið að þessari keppni og fannst mér hún mjög fróðleg og skemmtileg og þakka ég Globus félögum fyrir að hafa boðið mér að taka þátt í Absolut Invite.

Þess má geta að nú þegar hafa þeir Johann og Oskar af Corner Club ákveðið að koma að heimsækja Slippbarinn og vera með einskonar pop up viðburð.

Með Ása í för var sigurvegari Absolut Invite Iceland 2014 Aðalsteinn Bjarni frá veitingastaðnum Kol.

Drykkir Alla og Ása:

Copper Filt by Alli B

Copper Filt by Alli B

Copper Filt by Alli B
1 ½ oz Absolut Elyx
¾ oz Limesafi
1 Limelauf
1 oz Rauðvín
½ oz Hunang
½ barskeið Misu paste
2 dash homemade bitter
Skreytt með timjan og limelaufi

Perfection by Ási

Perfection by Ási

Perfection by Ási
45ml Absolut Elyx
30ml Lemonsafi
15ml sykursýróp
3 þurrkuð kirsuber
1 barskeið af lakkrís sýrópi
Toppað með froðu af Lúðvík bjór
Skreytt með lakkrísstrái.

Fleira tengt efni:
Aðalsteinn Bjarni vann Absolut Invite Iceland 2014

 

Ásgeir Már Björnsson - Slippbarinn - T Bird

Kær kveðja
Ásgeir Már Björnsson
yfirbarþjónn á Slippbarnum.

 

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið