Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Er gæsalifur og andalifur ( Foie Gras ) að hverfa af matseðlum?

Birting:

þann

Gæsalifur - Andalifur - Foie Gras

Foie gras með sinnepsfræjum og grænum lauk í andarsoði

Nýleg könnun hjá frönskum samtökum um velferð dýra, sýnir að frakkar er að verða meir afhuga með hvernig Foie Gras verður til og finnst að fuglunum sé misþyrmt í ferlinu til að fá lifrina sem stærsta.

Svona er matartíminn hjá gæsunum

Svona er matartíminn hjá gæsunum

Svona er matartíminn hjá gæsunum

Svona er matartíminn hjá gæsunum

Af þeim sem spurðir voru voru 47% fylgjandi banni á að framleiðsluna eins og hún er í dag og hefur aukist um þrjú prósent síðasta ár.

Það er frekar kvenfólk en karlmenn sem eru að móti en 56% þeirra vildu banna framreiðsluna.

Á hinn bóginn voru 27% sem sögðust vera tilbúinn að kaupa vöruna.

En hún var bönnuð í Kaliforníu árið 2004 og er nú bönnuð í eftirfarandi löndum Danmörk, Finnland, Noregur, Svíþjóð, Þýskalandi, Indlandi, Sviss og Bretlandi.

Nú síðast tók Heston Blumenthal vöruna af matseðlum hjá sér og Prince of Wales lét hætta að bjóða upp á hana í veislum hjá sér, þannig að hver veit kannski er þetta hverfandi hlutur úr alheims matagerð.

 

Heimildir: Viðskiptablaðið og The Guardien.

Myndir: wikipedia.org

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Auglýsingapláss

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið