Vertu memm

Veitingarýni

Chuck Norris á Laugavegi – Veitingarýni

Birting:

þann

Chuck Norris á Laugaveginum

Um daginn skellti ég mér á staðinn Chuck Norris sem er á Laugaveginum og opnaði nýlega, hann er í kjallara hússins og er inn kemur er þetta svolítið hrár staður, en samt líður manni vel þar strax, ég pantaði mér:

Djúpsteiktir laukhringir með salsasósu

Djúpsteiktir laukhringir með salsasósu

Flottir og mjög bragðgóðir hringir og sósan hæfilega sterk.

140 gr Chuck solid burger, með bræddum óðalsosti, sultuðum lauk, tómat, fersku salati, chilli mayonnaise og frönskum kartöflum

140 gr Chuck solid burger, með bræddum óðalsosti, sultuðum lauk, tómat, fersku salati, chilli mayonnaise og frönskum kartöflum

140 gr Chuck solid burger

140 gr Chuck solid burger

Glæsileg steiking á borgaranum, gott bragð af kjöti, lauk, osti og svo kom chillibragðið í bakbragðinu, alveg frábær árangur, það er lagður metnaður í matinn þarna.

Ef að mönnum finnst maturinn ekki nógu sterkur þá er úrval af sterkum sósum sem hægt er að bæta á eftir sínum smekk og finnst mér það rétta nálgunin að viðskiptavinurinn ráði styrkleikanum sjálfur, þá er hann automatisk sjálfur ábyrgur en ekki staðurinn.

Það var með bros á vör og gleði í vömbinni sem ég gekk út á Laugaveginn tilbúinn í næstu átök.

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið