Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Brooklyn Bar & Bistro – Veitingarýni

Birting:

þann

Brooklyn Bar & Bistro

Staðurinn er til húsa þar sem Subway var áður til húsa og fyrir mörgum árum var þar staður sem hét Höllin í Austurstræti 3.

Það sem rak mig þar inn var hádegistilboð á föstudögum sem var nautalund steikt í Big Green með kartöflum og Béarnaisesósu á 2990.

Kom inn og pantaði og settist upp á efri hæðina og stuttu seinna kom stórt glas af bensíni og ég bara rólegur.

Brooklyn Bar & Bistro

Nautalund steikt í Big Green með kartöflum og Béarnaisesósu

Svo kom steikin og eins og þið sjáið á myndinni var þetta hálf snubbótt í fyrstu, en þegar byrjað var að snæða réttinn fór að færast bros á kallinn, steikin var æðisleg á bragðið, meyr og steikt eins og pantað var, sætkartöflufranskar sem voru með hef ég ekki smakkað betri, Béarnaissósan var góð en helst til þunn, mikið hefði ég viljað fá smá grænmeti eða salat á diskinn, þá hefði þetta verið fullkomið.

Þjónustan var ljúf og þægileg.

 

Mín fyrsta upplifun af staðnum etur mig til að mæta þar aftur og smakka aðra rétti staðarins.

Takk fyrir mig.

 

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið