Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

B&B keppni í kvöld – 28 barþjónar keppa

Birting:

þann

Minnum á Inspired by Björk & Birkir keppnina í kvöld klukkan 20:00 á Slippbarnum á Hótel Marína, B&B drykkir í boði.

28 barþjónar keppa

28 barþjónar hafa skráð sig til keppni sem haldin verður á Slippbarnum í kvöld kl. 20:00 í samstarfi við Barþjónaklúbb Íslands. Um er að ræða kokteilkeppni þar sem notast verður við íslensku drykkina Björk og Birkir. Hver keppandi má nota sex efnishluta í drykkina, mest 7 cl af áfengi og þar af þurfa að vera 3 cl af Björk eða Birki. Verðlaunin fyrir fyrsta sætið er meðal annars ferð til Prag og mun sigurvegarinn fyrir hönd Barþjónaklúbbs Íslands keppa í kokteilkeppni sem fer fram í borginni í vor.

Björk og Birkir eru áfengir drykkir framleiddir á Íslandi úr íslensku birki og birkisafa. Birkir er snarpur snafs og Björk er sætur líkjör, báðir drykkirnir eru með ríkjandi birkibragði. Í hverri flösku er grein af birkitré handtýnt úr Hallormsstaðaskógi. Foss Distillery var stofnað árið 2010 og að undangenginni vöruþróun voru fyrstu drykkirnir settir á markað 2011.

Inspired by Björk & Birkir

 

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið