Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Bakari með aðdáendaklúbb | Back Journal valdi Bernhöftsbakarí sem bakarí mánaðarins

Birting:

þann

Bernhöftsbakarí - Back Journal

Þýska bakarablaðið Back Journal valdi Bernhöftsbakarí í september útgáfu sinni bakarí mánaðarins. Fyrirsögnin á greininni er“ Bäcker mit Fanclub“ eða á okkar ylhýra móðurmáli „Bakari með aðdáendaklúbb“.

Back Journal er gefið út í 14.500 eintökum í mánuði hverjum og sent öllum bakaríum og konditorum í þýskalandi. Blaðið sérhæfir sig í umfjöllun um bakarí sem reka fleiri en einn sölustað og eru jafnframt framúrskarandi bakarí. Það má því vissulega segja að menn geti verið stoltir af þessum heiðri því aðeins 12 bakarí eru valin á ári hverju.

Miðað við fjölda bakaría í þýskalandi tæki því ein 1250 ár ef fjalla ætti um þau öll.  Í samtali við Veitingageirann sagði Sigurður Már bakara- og konditormeistari hjá Bernhöftsbakarí að alltaf væri gaman að fá jákvæða umföllun.  Sigurður gaf lesendum blaðsins uppskrift af íslenska snúðnum, sem er sérkenni okkar Íslendinga og þýskum bökurum þykir afar áhugaverður.

Sigurður var staddur ásamt stórum fjölda af íslenskum bökurum á bakarasýningunni Südback í Stuttgart í síðustu viku, og þar þekktu hann margir eftir umfjöllun blaðsins.  Þess má líka geta að Bernhöftsbakarí var valið Konditori mánaðarins í fyrra sumar í blaðinu Café und Konditorei.

Fyrir þá sem eru vel að sér í þýsku, þá er hægt að lesa alla greinina í Back Journal með því að pdf_icon smella hér.

 

Mynd: skjáskot úr grein í Back Journal.

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið