Vertu memm

Sverrir Halldórsson

Argentína Steikhús – Veitingarýni

Birting:

þann

Argentína Steikhús

Veitingahúsið Argentína er 25 ára og við félagarnir ákváðum að skreppa þangað og smakka þennan afmælisseðil.

Í gegnum árin þá hefur Argentína þótt bera af í steikum og verið hátt skrifaður veitingastaður í augum margra.

En hér kemur maturinn eins og hann var borinn á borð fyrir okkur:

Argentína Steikhús

Smakk
Gæsalifraterrine með bökuðum gulrótum og snjó

Við höfum ekki smakkað svona gott terrine í mörg ár, algjört sælgæti.

Argentína Steikhús

Pönnusteiktur humar
Með smjörsteiktum Portobellosveppum og þurrkaðri Serrano skinku

Alveg svakalega góður humar, sveppurinn og maukið frábært, en skinkan stal svolítið bragði, spurning að hafa minna.

Argentína Steikhús

Laxatartar og reyklaxafrauð

Mjög bragðgóður réttur, í mildari kantinum

Argentína Steikhús

Grafin heiðagæsabringa
Með fersku klettasalati, þurrkuðum hindberjum, ristuðum furuhnetum og rauðrófum

Þessi réttur var algjört æði, eitt orð vá.

Argentína Steikhús

Appelsínusorbet

Mjög gott bragð, ekki of sætur og virkilega ferskur

Argentína Steikhús

Grilluð nautalund
Með pönnusteiktri andalifur, karamelluðum perlulauk, djúpsteiktum blaðlauk, kartöflugratini og Madeira bættum soðgljáa

Úps, hvað var nú að gerast, steikin var seig, grófir þræðir í henni, meðlæti myndi passa betur með pylsu, hvernig gat þessi réttur komið úr sama eldhúsi og þeir sem komið höfðu á undan?

Argentína Steikhús

Tapas Pavlova með vanillu marquise og rabarbarasósu
Ásamt volgri súkkulaðiköku og vanilluís

Dásemdin ein.

Þegar þetta er skrifað er ég enn að reyna að átta mig á hvað hafi gerst með steikina og hef ekki fundið ásættanlega útskýringu á því.

Þjónustan var til fyrirmyndar og staðurinn býður af sér svona rómatískan þokka og allt gekk eins í sögu, nema blessuð steikin.

 

/Sverrir

twitter og instagram icon

 

† 1956-2015 | Sverrir er matreiðslumeistari, en hann lærði matreiðslu á Hótel Sögu og var við nám í hótelstjórnun í Álaborg. Hann hefur starfað mjög víða, m.a. á veitingastöðum í Englandi og Danmörku. Einnig á stöðum hér heima, m.a. Hótel Sögu, Óperu, Holliday Inn, Ránni og Þotunni í Keflavík, Fossnesti á Selfossi. Sverrir er beinskeyttur, opinskár og harðsoðinn penni.

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið