Vertu memm

Food & fun

Andrea á Grillinu sigraði Reyka Vodka kokteilkeppnina

Birting:

þann

Andrea Benediktsdóttir

Andrea er engin nýgræðingur í kokteilkeppnum, en hún keppti t.a.m. í fyrra í kokteilkeppninni Absolut Invite Iceland og lenti þar í 2. sæti.

Samhliða Food & fun keppninni var haldin Reyka Vodka kokteilkeppni, en eftirtaldnir veitingastaðir höfðu sinn fulltrúa í keppninni Grillið á Hótel Sögu, Kjallarinn, Kolabrautin, KOPAR og Hótel Holt.

Það var Andrea Benediktsdóttir frá Grillinu á Hótel Sögu sem sigraði keppnina með drykk sem hún blandaði með Reyka vodka, turmeric og cumin, engifer sýrópi og cider.

Glæsileg verðlaun eru í boði fyrir sigurvegarann í ár en Reyka Vodka býður sigurvegaranum í heimsókn til Skotlands og skoða verksmiðjur William Grants sem er einn þekktasti Víský framleiðandi í heiminum.

Fleira tengt Food & fun:

[feed url=“https://veitingageirinn.is/category/food_fun/feed/“ number=“11″ ]

 

Samsettar myndir.

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið