Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Aðalbakaríið stækkar á Siglufirði og fær vínveitingaleyfi

Birting:

þann

Aðalbakarí á Siglufirði

Hið vinsæla Aðalbakarí á Siglufirði vinnur nú að því að stækka inn í næsta húsnæði, Aðalgötu 26 á Siglufirði, áður SR-Aðalbúð. Stefnt er að því að þar verði sæti fyrir að minnsta kosti 60 manns, og staðurinn verði í senn bakarí, kaffihús og matsölustaður með vínveitingaleyfi.

Þá er gert ráð fyrir að hægt verði að sitja úti undir skyggni, að því er fram kemur á Héðinsfjörður.is.

Aðalbakaríið er mjög vinsælt í hádeginu hjá iðnaðarmönnum og fleirum og því kærkomið að fá stærri sal fyrir alla viðskiptavini.

Greint frá á Héðinsfjörður.is

 

Mynd: skjáskot af google korti

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Í dag starfar Smári hjá Tónaflóði heimasíðugerð. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið